Jólablað Feykis komið út

Út er komið Jólablað Feykis, stútfullt af skemmtilegu efni. Það verður borið inn á öll heimili á Norðurlandi vestra í vikunni og að sjálfsögðu til áskrifenda utan þess svæðis. Blaðið verður einnig aðgengilegt á Netinu.

Meðal þess sem hægt er að lesa um í blaðinu er jólahugvekja séra Hjálmars Jónssonar, fjölmörg viðtöl við skemmtilegt fólk, ýmsar gómsætar uppskriftir, upprifjun úr fortíðinni, smásaga sem ekki hefur áður sést á íslensku, heimsóknir til forvitnilegs fólks, vísnaþáttur með jólaívafi, jólamyndagáta og hugleiðingar um gleymdan landnámsmann í Fljótum auk ýmissa upplýsinga í formi auglýsinga.
Forsíðumyndina að þessu sinni á Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi.

Hægt er að nálgast blaðið í rafrænni útgáfu á Feyki.is

Þau leiðu mistök urðu í prentútgáfunni að tímasetnig við tendrun jólaljósa á trénu við Kirkjutorg er röng. Rétt er að ljósin verða tendruð laugardaginn 2. desember klukkan 15:30.
Beðist er velvirðingar á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir