Karlakórinn Hreimur syngur í Miðgarði
Laugardaginn 2. nóvember nk. ætlar Karlakórinn Hreimur að leggja leið sína í Skagafjörðinn ásamt gestasöngvurunum Óskari Péturssyni og Eddu Sverrisdóttur. Stjórnandi kórsins er Steinþór Þráinsson og undirleikari er Aladár Rácz.
Leikin verða hefðbundin karlakórslög í bland við sígilda dægurtónlist með hljómsveitarundirleik auk þekktra óperukóra o.fl.
Tónleikarnir hefjast kl: 20:30.
