Kemst Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps áfram í Kórum Íslands í kvöld?

Þá er komið að undanúrslitum hjá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í þætti Stöðvar 2, Kórar Íslands en hann verður í beinni útsendingu í kvöld klukkan 19:10. Þarna munu örlög þeirra kóra, sem komist hafa áfram í keppninni, ráðast en með þinni hjálp gæti það gerst.

„Við þökkum dyggan stuðning í forkeppninni og vonum að þið haldið áfram að styðja við bakið á okkur,“ segir á fésbókarsíðu Karlakórs Bólstaðarhrepps en þeir sem vilja þá áfram í keppninni greiða atkvæði í númer 900-9001.

Í lok þáttaraðarinnar mun einn kór standa uppi sem sigurvegari og hljóta titilinn Kór Íslands 2017 ásamt því að hljóta vegleg verðlaun. Kynnir keppninnar er Friðrik Dór Jónsson og dómnefndina skipa Ari Bragi Kárason, Kristjana Stefánsdóttir og Bryndís Jakobsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir