Kirkjukór Hvammstangakirkju með áramótatónleika

Áramótatónleikar Kirkjukórs Hvammstangakirkju verða haldnir á morgun, gamlársdag, 31. desember kl 14 til 15 í Hvammstangakirkju. Boðið verður upp á fjölbreytta söngdagskrá með jóla og áramótalögum og sálmum.

„Við munum byrja á léttari nótunum og færum okkur svo yfir í meiri hátíðleika og endum á Nú árið er líðið og Ó,Guð vors lands,“ segir í tilkynningu frá kórnum.
Stjórnandi er Pálína Fanney Skúladóttir, undirspilarar eru Elinborg Sigurgeirsdóttir og Aldís Olga Jóhannesdóttir.

Fleiri fréttir