Kökukeppni milli bekkja

Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir frá því að í félagsmálum s.l. fimmtudag, 10. október, var haldin kökukeppni milli bekkja þar sem hver bekkur bakaði og framreiddi eina köku. 9. bekkur bar sigur úr býtum með marengsbotnatertu með ávöxtum sem borin var fram með Mars-súkkulaðisósu.

10. bekkur bakaði svampbotna með rjómakremi á milli og súkkulaðikremi á, en 8. bekkur skellti í sígilda súkkulaðiköku. Allar kökur kláruðust hratt og örugglega eftir að gefið hafði verið færi á smakki.

Fleiri myndir frá keppninni má finna á myndasíðu skólans.

Fleiri fréttir