Kólnandi veður framundan

Vindskafið ský. Mynd: FE
Vindskafið ský. Mynd: FE

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á Norðurlandinu og væntanlega hafa flestir fagnað því, bændur og búalið nýtt tímann til heyverka og þeir sem átt hafa kost á að sleikja sólina væntanlega látið fara vel um sig með „Quick Tan brúsa“ rétt eins og Laddi forðum. En nú virðist dýrðin vera að dofna, að minnsta kosti er Veðurstofan að hrella okkur með spá um norðaustanátt og þokumóðu eða súld við ströndina en björtu með köflum inn til landsins í dag og á morgun. Hiti verður 7 til 16 stig.

Spáin næstu daga gerir ráð fyrir áframhaldandi norðlægum áttum og hita frá sex stigum á norðanverðu landinu. Skýjað verður og jafnvel einhver rigning eða súld.

Það mátti greinilega sjá það á skýjafarinu í morgun að það væri að þykkna upp. Engu að síður tipluðu þau léttilega yfir vesturfjöllunum, þessi vindsköfnu ský sem líklega kallast „vindskafin netjuský“ ef marka má fróðleiksmola Veðurstofu Íslands.

Fleiri fréttir