Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin blaðamaður hjá Feyki

Lee Ann Maginnis. Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Lee Ann Maginnis. Mynd: Róbert Daníel Jónsson

Lee Ann er fædd árið 1985 og er búsett á Blönduósi ásamt sjö ára syni sínum. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði árið 2012, ML gráðu í lögfræði árið 2014 og diplómu í samningatækni og sáttamiðlun árið 2018 frá Háskólanum á Bifröst. Frá því að Lee Ann fluttist aftur heim á Blönduós árið 2014 hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í A-Hún, verkefnastjóri í Þekkingarsetrinu á Blönduósi, stundakennari í Blönduskóla og umsjónarmaður dreifnáms FNV í A – Húnavatnssýslu á Blönduósi.

Lee Ann mun skrifa fréttir í Feyki og netmiðil Feykis, sinna frétta-og efnisöflun ásamt tilfallandi störfum. Netfang hennar er bladamadur@feykir.is.    

Við bjóðum Lee Ann velkomna til starfa. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir