Lið Hrímnis skipað reynsluboltum
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
27.01.2015
kl. 11.03
Meistaradeild Norðurlands kynnir þriðja lið vetrarins til leiks en um er að ræða sigurlið síðasta árs, lið Hrímnis. Liðstjórinn er Þórarinn Eymundsson og með honum eru Hörður Óli Sæmundarson, Líney María Hjálmarsdóttir og nýr inn kemur Valdimar Bergstað. Mótaröðin hefst 11. febrúar nk.
„Þetta lið er skipað reynslumiklum knöpum. Innanborðs eru margfaldir íslandsmeistarar og heimsmeistarar. Þarna er mikið keppnisfólk á ferðinni og verður örugglega ekkert gefið eftir til að halda titlinum,“ segir á facebook-síðu KS-Deildarinnnar.
Liðin sem hafa verið kynnt til leiks fram til þessa eru: Efri – Rauðalækur / Lífland og Hofstorfan / 66° norður.