Listar Bjartrar framtíðar mannaðir

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gær sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum, fyrir Alþingiskosningar 2017. Í Norðvesturkjördæmi leiða listann þær Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari í tónlistarskóla Akraness.
Auk þeirra Guðlaugar og Kristínar eru á listanum þau:
3. Elín Matthildur Kristinsdóttir, meistaranemi
4. Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi og kennari
5. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona
6. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Þau sem leiða í öðrum kjördæmunum eru:
Reykjavíkurkjördæmi Norður: Óttarr Proppé ráðherra og formaður Bjartrar framtíðar og Auður Kolbrá Birgisdóttir, lögmaður
Reykjavíkurkjördæmi Suður: Nichole Leigh Mosty, þingmaður og Hörður Ágústsson, eigandi Macland.
Suðvesturkjördæmi: Björt Ólafsdóttir, ráðherra og Karólína Helga Símonardóttir, mannfræðingur og varaþingmaður
Suðurkjördæmi: Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi og Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis.
Norðausturkjördæmi: Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri og íþróttakennari og Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðastjóri.