Lokanir og breytingar hjá sundlaugum og íþróttahúsi
Eitthvað er um breytta opnunartíma og lokanir hjá íþróttamannvirkjum á svæðinu þessa dagana.
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð dagana 23.-27. ágúst þar sem verið er að hreinsa laugina. Aftur verður opnað mánudaginn 28. ágúst en þá hefst vetraropnun sem er svohljóðandi:
Mánudagar - fimmtudagar kl. 9-21.
Föstudagar kl. 9-14.
Laugardagar og sunnudagar kl. 10-15.
Lokað á sunnudögum frá 1. október.
Þá hefur opnunartími sundlaugarinnar á Hofsósi verið styttur á virkum dögum vegna óviðráðanlegra orsaka og verður þannig út ágúst:
Mánudagar – fimmtudagar kl. 11 – 19.
Laugardagur og sunnudagur kl. 7 – 21.
Á Hvammstanga verður íþróttahúsið lokað næstu vikur vegna framkvæmda og fellur því öll skipulögð íþróttastarfsemi niður þar. Vonast er til að verkinu verði lokið í byrjun október. Sundlaug og þrektækjasalur verða opin áfram samkvæmt venjubundnum opnunurtíma nema annað verði auglýst.