Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð

Mynd af vef Matís.
Mynd af vef Matís.

Á morgun, fimmtudaginn 5. júlí kl. 13:00, býður Matís til fundar í Miðgarði, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða og heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Fundarstjóri verður Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

13:00 – Hver er ávinningur bænda af áhættumati? Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri Matís

13:20 – Why is risk assesment important? Prof. Dr. Andreas Hensel, forstjóri BfR, Þýskalandi

13:50 – Reglur og eftirlit. Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðsstjóri eftirlits búfjárafurða Matvælastofnunar

14:10 – Sjónarhorn bænda – tækifæri og áskoranir.

               Atli Már Traustason og Ingibjörg Klara Helgadóttir, Syðri Hofdölum, Sauðárkróki.

               Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, Birkihlíð, Sauðárkróki

Umræður og ályktanir

Fundinum verður varpað beint í gegnum Facebooksíðu Matís og hægt verður að senda inn spurningar sem verða teknar fyrir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir