Námskeið og kynning á vegum SSNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.11.2017
kl. 11.39
Þessa dagana stendur SSNV fyrir kynningu á rafrænni umsóknargátt fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra ásamt námskeiði í umsóknargerð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðin verða á þremur stöðum á svæðinu og verður það fyrsta haldið í dag á Sauððárkróki. Námskeiðin verða sem hér segir:
Þriðjudagur 7. nóvember kl. 16–18 - Kaffi Krókur, Sauðárkróki.
Miðvikudagur 8. nóvember kl. 16–18 - Kvennaskólinn á Blönduósi.
Fimmtudagur 9. nóvember kl. 16–18 - Safnaðarheimilið á Hvammstanga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.