Nemendur rafiðna fá spjaldtölvur gefins

Frá afhendingu sjaldtölva í FNV í gær. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari,  Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, Bára Halldórsdóttir, fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins ásamt Gísla Árnasyni og Garðari Jónssyni með nemendahópinn sem mætti til að taka við hinum góðu gjöfum. Mynd: PF.
Frá afhendingu sjaldtölva í FNV í gær. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, Bára Halldórsdóttir, fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins ásamt Gísla Árnasyni og Garðari Jónssyni með nemendahópinn sem mætti til að taka við hinum góðu gjöfum. Mynd: PF.

Í gær komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki.

„Námsefnið sem nota er við kennslu í rafiðnum er að stórum hluta til á miðlægum grunni sem kallað er Rafbók. Fræðsluskrifstofan heldur utan um þessa síðu og þarna hefur verið safnað saman námsefni bæði nýju og gömlu, eins er þetta lifandi síða þar sem koma inn kennslumyndbönd og fleira ítarefni. Með þessu móti ættu nemendur að vera fást við svipaða hluti sama hvaða skóla þeir eru í,“ segir Garðar Jónsson deildarstjóri rafiðna- og bílgreinadeildar FNV. Alls stunda 18 nemendur rafiðn í skólanum, tíu á fyrsta ári og átta á öðru.

 „Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem gáfu, og sérstaklega Fræsluskrifstofunar sem hefur gert virkilega góða hluti með rafbókinni og heldur kennurum við efnið að hafa síðuna lifandi og námsefni sem hæfir þeim hlutum sem iðnin þarf að takast á við í dag. Aðkoma þeirra að náminu hefur breytt því að stórum hluta til hins betra og gerir okkur kennurum fært að búa nemendur betur undir sveinspróf og áframhaldandi nám,“ segir Garðar.

Fleiri fréttir