Níu nemendur af Norðurlandi vestra útskrifuðust frá LbhÍ

Síðastliðinn föstudag, 1. júní, voru nemendur útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Meðal þeirra var myndarlegur hópur ungs fólks af Norðurlandi vestra. Átta þeirra útskrifuðust úr bændadeild og einn með BS í búvísindum. Athöfnin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi galvaski hópur á án nokkurs vafa eftir að skjóta enn styrkari stoðum undir landbúnað í landshlutanum á komandi árum.
Útskriftarnemanrir eru: Unnur Jóhannsdóttir í Laxárdal í Hrútafirði sem útskrifaðist með BS í búvísindum. Búfræðingarnir eru: Jóhannes Geir Gunnarsson á Efri-Fitjum í Fitjárdal, Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson á Sólbakka í Víðidal, Ágúst Gestur Guðbjargarson á Eyjakoti í Skagabyggð, Friðrik Andri Atlason, Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, Margrét Árnadóttir á Hofsósi, og systurnar Lilja Dóra Bjarnadóttir og Stella Dröfn Bjarnadótttir frá Mannskaðahóli á Höfðaströnd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.