Nú undirbúum við garðinn fyrir veturinn

Huga skal að gróðri sem prýðir fram á vetur. Sígrænn gróður í kerjum setur mikinn svip á aðkomu húsa og sumar tegundir sumarblóma geta enst ótrúlega lengi.

Við lauffall ætti að raka sem mestu laufi af grasflötum og út í beð. Þar nýtist það sem vetrarskjól fyrir fjölærar jurtir sem dorma í jarðvegsyfirborðinu.

Huga að vetrarskýlingu ef þess þarf. Sumar sígrænar tegundir getur þurft að skýla, einkum á veðrasamari stöðum og sér í lagi fyrstu eitt til tvö árin.

Haustlaukar eru “loforð um litríkt vor” eins og þar stendur. Þeir fást frá því í september og fram eftir hausti og vetrarbyrjun. Vissara er að koma þeim niður áður en jörð er klakabundin.

Fleiri fréttir