Nýdönsk – heiðurstónleikar á Hvammstanga
Laugardagskvöldið 31. mars nk. setja Ingibjörg Jónsdóttir og Menningarfélag Húnaþings vestra upp heiðurstónleika með lögum Nýdanskrar í Félagsheimilinu Hvammstanga. Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og verða tónleikarnir hinir glæsilegustu. Allir sem að tónleikunum koma eru heimamenn og -konur, hvort sem það eru söngvarar hljóðfæraleikarar, hljóðmenn, margmiðlunarhönnuðir eða aðrir.
Flutt verða lög sem spanna öll starfsár hljómsveitarinnar. Lögin eru 22 talsins og eru tekin af 13 plötum hljómsveitarinnar. Það verður því eitthvað fyrir alla á þessum tónleikum. Sjávarborg sér um barinn á staðnum, þar sem hægt verður að versla eitt og annað svalandi.
Skemmtunin hefst kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:30.
Aldurstakmark er 18 ár, nema í fylgd með forráðamanni.
Miðaverð er 3.000 kr. en 1.500 kr. fyrir 12 ára og yngri.
Posi verður á staðnum.
Miðapantanir fara fram á netfanginu umf.grettir@gmail.com og í síma/sms 868 8938.
Frekari upplýsingar og skemmtilegheit má sjá á viðburðarsíðu tónleikanna á Facebook - https://www.facebook.com/events/177488563025189/
Styrktaraðilar tónleikanna eru: Húnaprent, Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Ráðbarður sf., Sjónaukinn og Sláturhús Kvh ehf.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.