Nýr ærslabelgur á Hvammstanga

Ærslabelgurinn á Hvammstanga. Mynd: www.hunathing.is
Ærslabelgurinn á Hvammstanga. Mynd: www.hunathing.is

Sagt er frá því á vef Húnaþings vestra  að settur hefur verið upp ærslabelgur á Hvammstanga. 

Nokkrar staðsetningar voru skoðaðar með tilliti til ýmissa þátta s.s. landfræðilegra, aðgengis og nýtingar. Það þótti vert að prófa að koma belgnum fyrir miðsvæðis á Hvammstanga á svæði milli grunn- og leikskóla og vera með því í góðum tengslum við skóla- og leiksvæði. Belgurinn mun nýtast vel bæði fyrir frístundaheimili og leikskóla yfir sumartímann, auk þess að vera miðsvæðis í kauptúninu og í fallegu umhverfi.

Belgurinn er blásinn upp á daginn yfir sumartímann og liggur svo í dvala yfir veturinn. Hoppubelgurinn verður uppblásinn frá hádegi til kl. 20:00, alla daga í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir