Nýr sorptroðari í Stekkjarvík

Gunnar K. Þórðarson frá Vélafli afhendir starfsmönnum troðarann. Á myndinni eru Jón Rögnvaldsson, Valdimar Viggósson, Fannar Viggósson og Gunnar K. Þórðarson. Mynd aðsend.
Gunnar K. Þórðarson frá Vélafli afhendir starfsmönnum troðarann. Á myndinni eru Jón Rögnvaldsson, Valdimar Viggósson, Fannar Viggósson og Gunnar K. Þórðarson. Mynd aðsend.

Norðurá bs. sem rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós fékk afhentan nýjan sorptroðara núna í lok febrúarmánaðar. Troðarinn er af gerðinni Bomag BC772 RS-4 og er tæp 40 tonn að þyngd. Í honum er mótor af gerðinni Mercedes Benz, OM471LA. 340kw og kemur hann til með að auka afköst.

Stjórn Norðurár bs. við tækið góða. Magnús B. Jónsson, Einar E. Einarsson, Jón Sigurðsson og Eiríkur H. Hauksson. Mynd aðsend.

 Í tilkynningu frá Norðurá segir að troðarinn sé með sérstökum troðarahjólum með ásoðnum göddum og skóflugálga eins og á hjólaskólfum með hleðsluhæð 3,25 m og 4,5 rúmmetra skóflu. Innkaupsverð á troðaranum er tæpar 52 milljónir án vsk. Tækið er keypt í gegnum Vélafl ehf sem er umboðsaðili fyrir Bomag á Íslandi.
Með nýjum sorptroðara aukast afköst við móttöku á sorpi og betri þjöppun næst á urðunarreinar, segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir