Nýr vefur sveitarfélagsins Skagafjarðar
Ný vefsíða sveitarfélagsins Skagafjarðar fór í loftið á dögunum. Þar er sem fyrr að finna upplýsingar sem lúta að stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins, atburðadagatal, ýmis eyðublöð og fleira sem íbúar sveitarfélagsins þurfa á að halda.
Fallegar myndir prýða síðuna. Hún er unnin í vefumsjónarkerfinu Moya og virðist aðgengileg og þægileg í notkun.
