Öflugt umferðareftirlit lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur staðið vaktina vel undanfarna daga og meðal annars voru ökumenn stöðvaðir í gær sem óku full greitt eftir Sæmundarhlíðinni á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur staðið vaktina vel undanfarna daga og meðal annars voru ökumenn stöðvaðir í gær sem óku full greitt eftir Sæmundarhlíðinni á Sauðárkróki. Mynd: PF.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit undanfarna daga og hafa ökumenn sem ekki fara að lögum verið sektaðir. Lögreglan biður ökumenn að virða hámarkshraða á vegum og sýna tillitssemi í umferðinni. Um liðna helgi voru 101 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Á mánudaginn birtist á Facebooksíðu embættisins færsla þar sem segir að um klukkan 18 höfðu vel á þriðja tug ökumanna verið kærðir fyrir umferðarlagabrot á Sauðárkróki. Um ýmiskonar brot var að ræða, eins og t.d. brot á stöðvunarskyldu, bílbelti ekki notuð, talað í farsíma undir stýri, hraðakstur, stöðubrot. Eins voru einhverjir kærðir vegna ástands ökutækja. Almennt tóku vegfarendur vel í afskipti lögreglu en alltaf má gera betur til að bæta umferðarmenninguna.

Einhverjir ökumenn voru teknir í gær þrátt fyrir viðvaranir lögreglunnar á Facebooksíðunni og frétt Feykis frá því á mánudag. Ökumenn mega búast við áframhaldandi eftirliti lögreglunnar svo farið varlega í umferðinni, alltaf - alls staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir