Prófessor Stefán Óli Steingrímsson

Dr. Stefán Óli Steingrímsson. Mynd af FB.
Dr. Stefán Óli Steingrímsson. Mynd af FB.

Dr. Stefán Óli Steingrímsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Á vef skólans segir að Stefán Óli hafi starfað við Háskólann á Hólum samfleytt frá 2003, en hann hafði áður unnið hjá Hólaskóla með hléum frá 1993 til 1997. Stefán lauk doktorsprófi í líffræði árið 2004, frá Concordia háskóla í Montreal í Kanada, meistaraprófi frá sama skóla árið 1996 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992.

Stefán Óli hefur kennt við allar deildir Háskólans á Hólum, auk þess að hafa komið að kennslu við aðra opinbera háskóla á Íslandi. Hann hefur kennt ýmis námskeið um náttúru og vistfræði Íslands og um umhverfismál fiskeldis, auk þess að kenna aðferðafræði við rannsóknir og í háskólanámi. Auk kennslu í námskeiðum hefur Stefán leiðbeint fjórum meistaranemum og einum doktorsnema sem hafa lokið sínu námi og nú eru tveir meistaranemar og einn doktorsnemi  undir handleiðslu hans.

Sjá nánar á Holar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir