Ráðið í starf sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sl. þriðjudag var samþykkt að ráða Lúðvík Friðrik Ægisson, vélstjóra og BSc í véla- og orkutæknifræði, í starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs hjá sveitarfélaginu. Lúðvík er einn ellefu umsækjenda um starfið en einn dró umsókn sína til baka.

Starf sviðsstjóra felst í að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita.  Einnig fer sviðið með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu. Á sviðinu starfa 7 manns og er starfsemin staðsett á Hvammstanga. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir