Ráðstefna um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi í Háskólanum að Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal heldur ráðstefnu um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á ráðstefnunni verður kynnt staða og vænt framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.

Þátttakendur á ráðstefnunni verða frá hinum ýmsu menntastofnunum á framhaldsskólastigi á landinu, auk Háskólans á Hólum og fagfólks frá Færeyjum og Noregi. Ráðstefnan er ókeypis og opin áhugafólki um málefnið.

Í verkefni, fjármögnuðu af fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi og Vesturbyggð og sem nefnt hefur verið Bláa Línan hefur verið unnið að því að koma á stofn námi í fiskeldistækni, sem á að bjóða nemendum af grunnskólastigi upp á möguleika á að stunda nám í fiskeldi, með það fyrir augum að taka sveinspróf í fiskeldisiðn. Þetta verður meðal þess sem kynnt verður á ráðstefnunni, sem m.a. er ætla að gefa innsýn í stöðu menntunar á sviði fiskeldis hérlendis, þörf iðnaðarins fyrir starfsfólk með margþætta menntun og starfsmöguleika í íslensku fiskeldi í nútíð og framtíð.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir