Ráðstefnan Hvar, hvert og hvernig? á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.05.2018
kl. 15.49
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum boðar til ráðstefnu um ferðaþjónustu á Íslandi dagana 16. og 17. maí næstkomandi. Háskólinn á Hólum hefur staðið fyrir kennslu og rannsóknum á ferðaþjónustu í 21 ár en eins og flestum er kunnugt hefur ferðaþjónusta á Íslandi vaxið mjög hratt undanfarin ár.
Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að ferðamáladeild skólans hafi frá upphafi lagt mikla áherslu á mikil samskipti við greinina. Því sé nú boðið upp á nýjan vettvang fyrir aðila í ferðaþjónustu, kennara, rannsakendur, nemendur og aðra þá sem áhuga hafi á framtíð íslenskrar ferðaþjónustu til að koma saman heima að Hólum, 16. og 17. maí næstkomandi. Dagskráin er fjölbreytt og verður þar boðið upp á mikinn fjölda erinda um þau mál sem brenna á ferðaþjónustunni um þessar mundir.
Á heimasíðu Háskólans á Hólum má finna upptalningu á nokkurm erindum sem verða á dagskránni og þar má einnig finna upplýsingar varðandi skráningu o.fl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.