Rauða fjöðrin - fjársöfnun til góðra verka

Lions fer á morgun af stað með landssöfnunina Rauðu fjöðrina en alla jafna fer söfnunin fram á fjögurra ára fresti. Af því tilefni verður Lionsfólk í Skagafirði á ferðinni um helgina með Rauðu fjöðrina til sölu á nokkrum stöðum í firðinum og eru Skagfirðingar beðnir um að veita þeim góðar móttökur.  

Afrakstur landssafnanna hefur alltaf farið til stærri verkefna sem allir landsmenn njóta góðs af og rennur allt söfnunarfé óskert til þess verkefnis sem verið er að styðja hverju sinni.

Vakin er athygli á því að auk þess sem hægt er að kaupa rauðu fjöðrina má leggja verkefninu lið með því að greiða valgreiðslu í heimabanka eða millifæra upphæð að eigin vali inn á reikning Lions: 0111-26-100230, kt. 640572-0869.

Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímanúmer:

  • Styrkur að fjárhæð 1.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 
904 1010.
  • Styrkur að fjárhæð 3.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 
904 1030.
  • Styrkur að fjárhæð 5.000 kr.  skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 
904 1050.

Hvaða er Rauða fjöðrin ?

Um er að ræða barmmerki sem Lionshreyfingin hefur framgöngu um að selja á nokkurra ára fresti. Ágóðanum af sölunni hefur verið varið til ýmissa veglegra verkefna. Í rúma fjóra áratugi hafa íslenskir Lionsmenn staðið fyrir sölu Rauðu fjaðrarinnar.

Fyrsta söfnunin fór fram árið 1972 og var ágóða sölunnar varið til kaupa á tækjum fyrir augndeild Landakotsspítala. Fjórum árum síðar nutu þroskaheftir ágóðans er þeim voru færð tannlækningatæki.

Meðal verkefna sem safnað hefur verið fyrir hér á landi í gegnum árin eru tækjabúnaður landsspítalann, sambýli fyrir fatlaða á Reykjalundi. Gigtar- og öldrunarrannsóknir.

Fyrir fjórum árum var safnað fyrir fé til hönnunar á Íslenskum talgervli fyrir blinda og sjóndapra. Talgervillinn breytti sannarlega lífsgæðum blindra og sjónskertra til muna.

Á þessu vori, 17.- 19. apríl nk., verður staðið að Rauðufjaðrarsöfnun í ellefta sinn á Íslandi og verður söfnunarfé varið til kaupa og þjálfunar á Blindrahundum. Það var einnig gert í söfnuninni árið 2007 og gafst vel.

Fleiri fréttir