Rysjótt tíðarfar með umhleypingum - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 6. febrúar, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í febrúarmánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn átta talsins. Af tæknilegum ástæðum reyndist ekki unnt að birta spá fyrir janúar mánuð, sem var engu að síður gerð og reyndust félagar hafa þar verið sannspáir eins og oft áður.

Nýtt tungl kviknar 15. þessa mánaðar í vestri kl. 21:05 og er það góutungl. Gert er ráð fyrir að veðurfar í febrúar verði áþekkt og veður var í janúar. Rysjótt tíðarfar með umhleypingum og breytilegu hitastigi. Þó að víða á landinu hafi blásið hressilega þá höfum við hér á svæðinu sloppið við óveður af nokkru tagi. Fundi lauk síðan kl. 14:20

Veðurvísa mánaðarins

Febrúar á fannir
Þá læðist geislinn lágt.
Í mars þá blæs oft biturt,
En birtir smátt og smátt.

Með góðri kveðju,
Veðurklúbburinn á Dalbæ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir