Sæluvikan sett á sunnudag í Safnahúsi Skagfirðinga

Séð yfir gamla bæinn á Króknum. Ef einhver er ekki klár þá er Safnahús Skagfirðinga neðst til vinstri á myndinni. MYND: JÓN ARNAR/HINIR SÖMU
Séð yfir gamla bæinn á Króknum. Ef einhver er ekki klár þá er Safnahús Skagfirðinga neðst til vinstri á myndinni. MYND: JÓN ARNAR/HINIR SÖMU

Sæluvika Skagfirðinga hefst formlega í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl kl. 13:00. Á heimasíðu Sæluvikunnar segir að kaffi og terta verði í boði fyrir gesti og því ekki vit í öðru en að skella sér í skárri fötin og mæta í hátíðarskapi í Safnahúsið þar sem við sama tækifæri verður opnuð ljósmyndasýning með myndum úr safni Stefáns Pedersen.

Dagskrá setningar Sæluviku:

  • Eyrún Sævarsdóttir, fulltrúi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar setur Sæluviku
  • Afhending Samfélagsverðlauna Skagafjarðar
  • Úrslit í Vísnakeppni Safnahússins verða tilkynnt
  • Formleg opnun ljósmyndasýningar úr safni Stebba Ped
  • Tónlistarflutningur í boði Tónlistarskóla Skagafjarðar

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn á setningu Sæluviku Skagfirðinga árið 2016 og verða því veitt núna í níunda skiptið. Fyrstur til að hljóta þennan heiður var einmitt Stefán Pedersen ljósmyndari.

Upplýsingar um alla viðburði Sæluviku er að finna á heimasíðu Sæluviku www.saeluvika.is, í Sjónhorninu í þessari viku og á Facebook síðu Sæluviku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir