Sæluvikudagskráin tilbúin
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
16.04.2015
kl. 15.36
Sæluvika Skagfirðinga verður dagana 26. apríl til 3. maí. Dagskrá þessarar lista- og menningarhátíðar er tilbúin og verður hún borin í hús í næstu viku.
Það er af nógu af taka, tónlist, leiklist, myndlist og ýmislegt fleira er í boði þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Dagskrána má skoða hér.
