Sæþór Már efstur í barnaflokki
Skagfirðingurinn Sæþór Már Hinriksson er efstur eftir forkeppni í barnaflokki á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Hann keppir á Roka frá Syðstu-Grund og fengu þeir einkunnina 8.45.
Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á fésbókarsíðu mótsins sem er uppfærð mjög reglulega og einnig á vefsíðunni http://fm.lhhestar.is/.
