Segja ástand Vatnsnessvegar óboðlegt og skapi stórhættu

Vatnsnesvegur hefur lengi verið í umræðunni vegna slæms ástands og lítils viðhalds. Veldur það íbúum Vatnsnessins áhyggjum sérstaklega hvað ferðamannaumferð viðkemur. Mynd úr myndasafni.
Vatnsnesvegur hefur lengi verið í umræðunni vegna slæms ástands og lítils viðhalds. Veldur það íbúum Vatnsnessins áhyggjum sérstaklega hvað ferðamannaumferð viðkemur. Mynd úr myndasafni.

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var lagt fram bréf frá Jónínu Helgu Jónsdóttur og Þorbjörgu Ingu Ásbjarnardóttur, vegna ástands vegarins um Vatnsnes.  Bréfið var sent íbúum og helstu hagsmunaaðilum á svæðinu og þeir hvattir til að senda inn kvörtun til Vegagerðarinnar. Á vef sveitarfélagsins segir að einnig hafi borist bréf frá Heimi Ágústssyni, Þóru Þormóðsdóttur, Þormóði Heimissyni og Kristbjörgu S. Birgisdóttur um sama mál.

Undanfarið hafa sveitarfélaginu borist margar samskonar kvartanir  þar sem íbúar lýsa yfir áhyggjum sínum varðandi stöðu mála á Vatnsnesvegi og segir á hunathing.is að þeim athugasemdum hafir ítrekað verið komið áfram til samgönguráðherra, Vegagerðarinnar og þingmanna kjördæmisins og skorað á þá að styðja íbúa Húnaþings vestra í þessari baráttu. Í fundargerð kemur fram að byggðarráð taki undir áhyggjur íbúa þar sem ástandið sé fyrir löngu orðið óboðlegt og skapi stórhættu. Úrbóta sé þörf svo ekki komi til fleiri stórslysa á þessari leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir