Sjálfsafgreiðslustöð í Víðihlíð

Sótt hefur verið um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð N1 fyrir eldsneyti á plani á lóð félagsheimilisins Víðihlíðar í Húnaþingi. Í því felst að setja upp; tvöfaldan geymi (gám), sambyggða olíu- og sandskilju, Ad-Blue geymi í jörð, afgreiðsluplan og afgreiðslutæki ásamt lögnum sem tilheyra framkvæmdinni samkvæmt því sem kemur í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra.

Jafnframt var óskað eftir því að fá að reisa upplýsingarskilti, sunnan við umrædda lóð, 15 m frá miðlínu þjóðvegar. Skiltið er 7 metra hátt og 2,3 m á breidd. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti byggingaráform umsækjanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir