Sjö frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðvestur

Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldið sunnudaginn 8. október 2017 á Bifröst Borgarbyggð. Til þingsins er boðað til að velja í fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga þann 28. október nk..
Sjö bjóða sig fram en þau eru:
Ásmundur Einar Daðason, fyrrv. alþingism. Borgarnesi, í 1. sæti,
Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri, Bolungarvík, í 2. sæti,
Björn Ingi Ólafsson, starfsm. mjólkurs. KS, Skagafirði, í 2.-3. sæti,
Lilja Sigurðardóttir, sjávarútvegsfræðingur, Patreksfirði, í 2.-3. sæti,
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, Sauðárkróki, í 3. sæti,
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, háskólanemi, Bakkakoti Borgarbyggð, í 3.-4. sæti,
Guðveig Anna Eyglóardóttir, hótelstjóri, Borgarnesi, í 3.-5. sæti.