Skagfirðingar á Fjórðungsmóti

Skagfirsku hestamannafélögin eiga sína fulltrúa í efstu sætum eftir forkeppni á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Mótið var formlega sett í dag, að undangenginni forkeppni í ýmsum greinum og lýkur því á sunnudag.

Stígandi á fjóra fulltrúa í átta efsti sætum eftir forkeppni í barnaflokki, þar af þrjá í fimm efstu sætunum. Eins og fram kom hér á vefnum í gær er Sæþór Már Hinriksson, Stíganda, í fyrsta sæti á Roka frá Syðstu-Grund. Ingunn Ingólfsdóttir, Stíganda, er í þriðja sæti á Magna frá Dallandi og Júlía Kristín Pálsdóttir, Stíganda, í fjórða sæti á Val frá Ólafsvík. Þá er Freyja Sól Bessadóttir, Stíganda, í áttunda sæti á Blesa frá Litlu-Tungu.

Forkeppni í tölti, opnum flokki, fór fram í morgun. Bjarni Jónasson úr Léttfeta og Randalín frá Efri-Rauðalæk urðu þar í 3.sæti.

Forkeppni í A-flokki fór fram seinni partinn í gær. Þar eru Kunningi frá Varmalæk og Líney María Hjálmarsdóttir úr Stíganda í efsta sæti. Í Þriðja sæti eru Gáta frá Ytra-Vallholti og Bjarni Jónasson úr Léttfeta. Djásn frá Hnjúki og Bjarni Jónasson eru svo í 5. sæti.

Eftir forkeppni í unglingaflokki er Þórdís Inga Pálsdóttir úr Stíganda, á Kjarval frá Blönduósi, í fjórða sæti Finnbogi Bjarnason úr Léttfeta á Blíðu frá Narfastöðum í sjötta sæti og Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Lárusi frá Syðra-Skörðugili í tíunda sæti.

Sem fyrr hefur komið fram má fylgjast með úrslitum mótsins á fésbókarsíðu þess og heimasíðunni

 

Fleiri fréttir