Skagfirðingar komnir í þriðju umferðina í Útsvari
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
18.01.2015
kl. 20.28
Guðný, Guðrún og Villi gerðu Skagfirðinga stolta síðastliðið föstudagskvöldi þegar lið Skagafjarðar hafði betur í spurningaleiknum sívinsæla, Útsvari, í Sjónvarpinu. Það var lið Rangárþings ytra sem mátti lúta í gólf sjónvarpssalarins fyrir sprækum Skagfirðingum.
Reyndar var keppnin æsispennandi og úrslit réðust í næst síðustu spurningu og gátu Skagfirðingar leyft sér þann munað að klikka á síðustu spurningu þáttarins í stöðunni 57-52 því Rangæingar gátu aðeins bætt við sig þremur stigum, sem þeir og gerðu. Lokatölur 57-55 og lið Skagafjarðar komið í þriðju umferð, eða átta lið úrslit ef blaðamanni reiknast rétt.