Skipað í byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra

Grunnskóli Húnaþings vestra. Mynd af heimasíðu skólans.
Grunnskóli Húnaþings vestra. Mynd af heimasíðu skólans.

Á fundi Byggðarráðs Húnaþings vestra mánudaginn 29. janúar kom fram að nú hafa tillögur starfshóps um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra farið til  umræðu og umsagnar hjá nemendaráði, skólaráði og fræðsluráði. Ennfremur voru tillögurnar kynntar á vef sveitarfélagsins þar sem íbúum gafst kostur á að gera athugasemdir við þær. Lýstu skólaráð, nemendaráð og fræðsluráð ánægju með tillögurnar og ekki komu fram athugasemdir eftir almenna kynningu á vef sveitarfélagsins. 

Eftirtaldir aðilar hafa verið skipaðir í byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra:  Byggðarráð, sveitarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, umhverfisstjóri, rekstrarstjóri og skólastjóri grunnskólans.  Byggingarnefndin mun  starfa samkvæmt erindisbréfi og á hún að ljúka störfum fyrir 31. maí 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir