Spjallfundur um vetrarhátíð 2015

Í hádeginu nk. fimmtudag efnir vetrarferðaþjónustuhópur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði til spjalls og samstöðufundar á Kaffi Krók um vetrarhátíðina í Tindastóli sem verður helgina 20. – 22. febrúar nk. 

„Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt, koma að og efla þennan flotta viðburð til framtíðar að láta sjá sig og taka þátt í bollaleggingum ásamt  Viggó Jónssyni og Áróru Ragnarsdóttur verkefnisstjóri hátíðarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði.

Fundurinn hefst klukkan 12 og hægt verður að kaupa sér súpu og kaffi.

Fleiri fréttir