Stærsta ferðhelgi ársins framundan

Mynd: Pexels.com
Mynd: Pexels.com

Versl­un­ar­manna­helg­in er ein af um­ferðarþyngstu helg­um árs­ins. Sem bet­ur fer hef­ur umferðin gengið ágæt­lega þá helgi und­an­far­in ár. Öll vilj­um við halda þeirri þróun áfram en til þess þurfa all­ir að leggja sitt af mörk­um. Mikilvægt er að huga að forvörnum sem tengjast umferðin á þessum tíma til að allt gangi eins vel og kostur er.  

VÍS hefur vakið athygli á eftirfarandi atriðum sem vert er að hafa huga við akstur um helgina:

  • Hraðakst­ur sparar lítinn tíma en eykur mjög líkur á slysi. Framúrakstur, þegar umferðarraðir eru langar, gerir lítið annað en að auka slysahættu. Reynum að liðka fyrir umferð og miðum hraðann við hámarkshraða og aðstæður hverju sinni.
  • Ölv­unar­akst­ur hefur valdið fleiri slysum síðustu tvö ár heldur en árin þar á undan. Rannsóknir sýna að ölvaðir ökumenn eru 50 sinnum líklegri til að valda banaslysi en allsgáðir. Munum að það getur tekið allt að 18 klukkustundir fyrir áfengi að fara úr líkamanum.
  • Svefn og þreyta er fjórða algengasta orsök banaslysa í umferðinni hér á landi. Rannsóknir sýna að það er þrisvar sinnum líklegra að slys vegna þreytu valdi dauðsfalli eða örkumlun heldur en ef um hraðakstur er að ræða þar sem sofandi ökumaður bregst ekki við aðstæðum. Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur rúmlega helmingur ökumanna orðið skyndilega mjög syfjaður í akstri á undanförnum 6 mánuðum og það sem verra er, er að 4% þeirra hafa sofnað við aksturinn. Ökum á öruggt svæði og tökum 15 mínútna kríu ef svefninn sækir að.
  • Trufl­un við akst­ur er vaxandi vandamál og síminn þar helsta ástæðan. Erlendar rannsóknir sýna að ef talað er í síma við akstur veldur það 35% athyglisskerðingu og ökumaðurinn er fjórum sinnum líklegri til að lenda í alvarlegu umferðarslysi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir