Stéttarfélög bjóða frítt á námskeið

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða og SFR ætla að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Þau námskeið sem um ræðir eru: Fljóta – slaka – njóta; konfektgerð; næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa og iPad–námskeið.

Í námsvísi skólans segir að flot sé hugsað sem vettvangur fyrir fólk að koma saman og upplifa nærandi slökunarstund í þyngdarleysi umvafin vatni með aðstoð flothettu og fótafloti, sem er íslensk hönnun eftir Unni Valdísi Kristjánsdóttur. Áhersla er lögð á slökun og núvitund.

Í konfektgerðinni verður farið í alla grunnþætti s.s. gerð fyllinga, steypingu í konfektform og temprun á súkkulaði. Þátttakendur búa til sína eigin mola og taka með sér heim.

Þátttakendur í næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa munu öðlast þekkingu á mataræði sem samræmist lýðheilsumarkmiðum og hæfileika á að skoða eigið mataræði og meta hvað sé vel gert og hvað megi gera betur.

Þá verður farið yfir grundvallaratriðin í iPad spjaldtölvum og helstu forrit sem fylgja tækinu. Kennt á „App store“ og hvernig á að finna og ná í hentug forrit ásamt því að farið verður yfir helstu stillingar. Tekið er fram að þetta er ekki fyrir Android spjaldtölvur eins og Lenovo, einungis fyrir iPad frá Apple.  

Sjá nánar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir