Stjórnarkjör hjá Markaðsstofu Norðurlands

Stjórn og varastjórn Markaðsstofu, frá vinstri: Þórdís Bjarnadóttir, Baldvin Esra Einarsson, Arngrímur Arnarson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Edda Hrund Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson. Á myndina vantar Tómas Árdal.
Stjórn og varastjórn Markaðsstofu, frá vinstri: Þórdís Bjarnadóttir, Baldvin Esra Einarsson, Arngrímur Arnarson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Edda Hrund Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson. Á myndina vantar Tómas Árdal.

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn var á Hótel Kea þann 3. maí sl. voru stjórnarkjör á dagskrá. Kosið var um stöður tveggja aðalamanna, annars vegar af Norðurlandi vestra og hins vegar af Norðurlandi eystra en stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára, þrír annað árið en tveir hitt eins og raunin var nú .

Þær Sigríður María Róbertsdóttir frá Sigló Hótel og Sigríður Káradóttir frá Gestastofu Sútarans gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Í þeirra stað voru kjörnir þeir Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Saga Travel á Akureyri og Viggó Jónsson sem rekur Drangeyjarferðir og er framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Tindastóli. Einnig var kosið um tvo varamenn og gáfu þau Þórdís Bjarnadóttir frá Höldi og Tómas Árdal frá Arctic Hotels á Sauðárkróki kost á sér til endurkjörs. Voru þau kjörin án mótframboðs.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands skipa nú: Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Sólgarði Apartments og er hún jafnframt formaður, Arngrímur Arnarson frá Norðursiglingu, Edda Hrund Guðmundsdóttir frá Hótel Laxá, Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum og Baldvin Esra Einarsson frá Saga Travel. Varamenn eru Þórdís Bjarnadóttir frá Höldi og Tómas Árdal frá Arctic Hotels.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir