Stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu

Athygli er einnig vakin á austanstormi með snjókomu og skafrenningi S-lands í kvöld og stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu.Varað er við óveðri á öllu landinu en gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland. Veðrið verður mun verra á Suðausturlandi en þar er appelsínugul viðvörun.

Föstudaginn 9. febrúar klukkan 9 er þungfært yfir Holtavörðuheiði.

 Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að suðvestan stórhríð verði NV-lands fram að hádegi. Á morgun snýst í allhvassa eða hvassa norðaustanátt með talsverðri snjókomu og víða blint, einkum á fjallvegum. Líkur á samgöngutruflunum.

Snjóþekja og hálkublettir eru á helstu leiðum á Norðurlandi vestra og nú klukkan 9 er þungfært yfir Holtavörðuheiði, sjá HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir