Stórsýning í Miðgarði á fimmtudaginn

Skagfirskir strengir ásamt jassballettdönsurum frá Smáranum, trompetmeisturum og slagverksdrengjunum Alfa og Ómega flytja jólaballettinn Jólabjöllur eftir Szymon Kuran. Szymon Kuran fiðluleikari samdi ballettinn fyrir strengjasveit, trompeta og slagverk auk dansara og var kveikjan að verkinu að semja ballett fyrir danshóp dóttur sinnar. Verkið var fyrst flutt í Reykjavík árið 2000 en nú munu um 60 skagfirsk börn taka þátt í uppsetningu verksins frá aldrinum 4 ára til tvítugs. 

Jólabjöllur verða sýndar á tónleikum Strengjadeildar Tónlistarskóla Skagafjarðar fimmtudaginn 5. des kl. 17 í Menningarhúsinu Miðgarði en einnig munu strengjahópar flytja önnur verk sem æfð hafa verið í vetur. Stjórnendur eru þær Kristín Halla Bergsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Jóhanna Marín Óskarsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir að gleðjast með ungum skagfirskum listamönnum og njóta aðventunnar.

Fleiri fréttir