Strákarnir mæta KR en stelpurnar Grindavík
Dregið var í VÍS bikarnum nú í hádeginu en bæði karla- og kvennalið Tindastóls voru í pottinum. Leikirnir verða spilaðir í Smáranum í Kópavogi og fara karlaleikirnir báðir fram þriðjudaginn 3. febrúar. Í fyrri leiknum mætast Keflavík og Stjarnan en í þeim seinni taka Tindastólsmenn á móti liði KR og hefst leikurinn kl. 20:00. Miðvikudaginn 4. febrúar fara kvennaleikirnar fram og í fyrri leiknum mætast Keflavík og Hamar/Þór en síðan mætast Grindavík og Tindastóll og hefst sá leikur kl. 20:00.
Það er því veisla framundan og nú er bara að fjölmenna í Smárann og styðja lið Tindastóls og fleyta þeim með jákvæðni og góðu peppi alla leið í úrslitaleikina.
Koma svo - áfram Tindastóll!
