Styttri afgreiðslutími Landsbankans á Hvammstanga og á Skagaströnd
Í júní tekur nýr afgreiðslutími gildi í hluta af útibúum Landsbankans, þar með talin á Hvammstanga og á Skagaströnd. Segir í tilkynningu frá bankanum að með þeirri aðgerð sé þjónustan í útibúunum aðlöguð að breyttum aðstæðum í bankaþjónustu en viðskiptavinir kjósa í auknum mæli að nota stafrænar lausnir til að sinna bankaviðskiptum og fara því sjaldnar í útibú en áður.
Á heimasíðu Landsbankans segir að bankinn leggi mikla áherslu á stafræna tækni en undanfarnar vikur og mánuði hefur bankinn kynnt fjölmargar nýjar stafrænar þjónustuleiðir, þar á meðal Landsbankaappið, en áður hafði bankinn m.a. boðið viðskiptavinum að stilla sjálfir yfirdráttinn í netbankanum, sækja rafrænt um greiðsludreifingu kreditkorta og ljúka greiðslumati vegna íbúðalána á netinu.
Breytingarnar munu koma til framkvæmda á tímabilinu 11.-29. júní og verða nánari upplýsingar birtar í viðkomandi útibúi eða afgreiðslu. Í útibúum Landsbankans á Hvammstanga og á Skagaströnd styttist afgreiðslutíminn úr því að vera frá 9 -16 í 12 -15.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.