Súpukvöld Soroptimistaklúbbsins Við Húnaflóa

Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 8. mars, klukkan 19:30 verður haldið súpu- og skemmtikvöld á vegum Soroptimistaklúbbsins Við Húnaflóa í safnaðarheimili kirkjunnar á Hvammstanga.

Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa stendur árlega fyrir sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir ungar stúlkur á starfssvæði klúbbsins. Til að fjármagna þau námskeið hefur klúbburinn haldið súpukvöld þar sem boðið er upp á fræðandi fyrirlestra sem tengjast markmiðum Soroptimista. Fyrirlesari kvöldsins er Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, og nefnist fyrirlestur hans Áhyggjur – eðlilegar og yfirþyrmandi. Allir kannast við að hafa áhyggjur. Sumum okkar hættir til að hafa áhyggjur „af öllu milli himins og jarðar“ og viljum gjarnan stilla þeim í hóf. Hver er vandinn þegar áhyggjur eru að buga okkur?

Boðið verður upp á ljúffenga súpu, brauð og kaffisopa. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 2.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir