Svipað veður og verið hefur - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 3. apríl  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í nýbyrjuðum mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn átta talsins. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að fundarmenn hafi verið nokkuð sáttir við hvernig síðasta spá gekk eftir. Páskahretið var þó öllu minna en ráð var fyrir gert. Það er að segja á okkar svæði.

Nýtt tungl kviknar 16. apríl kl. 01:57 í norðri og er það mánudagstungl og jafnframt sumartunglið. Gert er ráð fyrir að veðurfar verði svipað og verið hefur. Reikna má með  einhverri snjókomu og umhleypingasömu veðri og fremur kalt miðað við árstíma. Klúbbfélagar hvetja alla til að njóta veðursins og minna á að þrátt fyrir allt verður alltaf eitthvert veður.

Fundi lauk síðan kl. 14:20 

Veðurvísa mánaðarins

Í apríl sumrar aftur,
þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr. 

Með góðri góðri sumarkveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir