Tæplega 1180 tonnum landað á Króknum í síðustu viku
Í síðustu viku, eða dagana 24.-30. september, var 1.412.407 kílóum landað á Norðurlandi vestra. Munaði þar mest um rækjufarm sem norska flutningaskipið Silver Fjord kom með til Sauðárkróks, eða rúmlega 660 tonnum. Þá lönduðu bæði Málmey og Klakkur á Króknumí vikunni og voru með samanlagt ríflega 240 tonn.
Á Sauðárkróki var alls landað 1.179.359 kílóum úr 12 skipum og bátum. Á Skagaströnd bárust rúm 193 tonn á land með 20 bátum, á Hofsósi rúm 34 tonn af fjórum bátum og á Hvammstanga landaði Harpan fimm og hálfu tonni.
Beðist er velvirðingar á því að í Feyki voru samanlagðar aflatölur þessa tímabils út og suður, en eftir breytingu á einni aflatölu á Króknum misfórst að breyta tölum í texta fréttarinnar. Áhugafólk um aflatölur geta kynnt sér viðameiri aflatölur í pappírsútgáfu Feykis.