Þarfagreining vegna menningarhúss á Sauðárkróki

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. föstudag var lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi menningarhús á Sauðárkróki. Tilnefndir hafa verið fulltrúar í sérstaka þarfagreiningarnefnd um byggingu slíks húss.

Ráðuneytið hefur tilnefnt Karitas H. Gunnarsdóttur og Þráinn Sigurðsson sem fulltrúa sína í nefndina. Jafnframt óskaði ráðuneytið eftir að sveitarfélagið tilnefndi einnig sína fulltrúa. Byggðarráð samþykkti að tilnefna Sólborgu Unu Pálsdóttur, Sigríði Magnúsdóttur, Gunnstein Björnsson, Björgu Baldursdóttur og Hönnu Þrúði Þórðardóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir