Fréttir

Leiðari: Hvar er krummi?

Leiðari vikunnar er meira svona hugleiðing um hvað varð af krummanum hér á Króknum því á tal við Feykisfólkið kom ágætur áskrifandi sem hafði áhyggjur, já eða skildi ekki hvað hefði orðið af krumma. Þannig vill til að þar sem maðurinn heldur til við sín störf hafa yfirleitt verið nokkuð mörg krummapör í gegnum árin og hann fylgst með þeim og taldi, þegar mest var, um 17 pör.
Meira

Ertu hjátrúafullur?

Já það er kominn föstudagur mér til mikillar gleði.... eða hvað? Í dag er nefnilega föstudagurinn 13. sem á það til að koma upp einu sinni til þrisvar á ári. Talan 13 er fyrir suma óhappatala og þá sérstaklega ef þessi mánaðardagur ber upp á föstudegi. Þessi hjátrú er meðal útbreiddustu hjátrúa í heimi og kallast paraskevidekatriaphobia og er tengd óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia og setti sálfræðingnum Donald Dossey þetta hugtak fram. Á þessum degi, föstudeginum þrettánda, verða hjátrúafullir hræddari sem aldrei fyrr og telja að eitthvað slæmt eigi eftir að gerast og sumir ganga svo langt að mæta ekki til vinnu á þessum degi. Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu sleppt og t.d. í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu en ekki fylgir sögunni hvort fleiri umferðarslys eigi sér stað þar en annars staðar. Sum hótel ganga svo langt að sleppa þrettándu hæðinni eða réttara sagt merkja þrettándu hæð sem þá fjórtándu út af hjátrú en á vísindavefnum er að finna mjög langa grein um töluna þrettán sem ég ætla að láta fljóta með fyrir þá sem vilja lesa lengra.
Meira

Leiðari: Að vera stolt Tindastólsmamma

Það er svo mikil gleðitilfinning að vera stolt hvort sem það er af sjálfum sér, maka sínum eða fólkinu í kringum sig. En stoltið sem umlykur mann þegar börnin eiga í hlut situr meira í manni, því þau eru manni allt.
Meira

Erfiðast að finna þær!

Bríet Rán Stefánsdóttir, 9 ára, býr í Stekkholti rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt móður sinni, Hilmu Eiðsdóttur, föður, Stefáni Inga Sigurðssyni og systur, Heiði Fanneyju. Í Stekkholti er að finna bæði hesta og kindur en Bríeti Rán langar að segja okkur aðeins frá hömstrunum Karólínu og Kex. Þær systur (Bríet og Heiður) voru svo heppnar að fá sinn hvorn hamsturinn í gjöf frá vinkonu Heiðar fyrir nokkrum árum síðan og hjálpuðust þær að við að gefa þeim og halda búrunum hreinum.
Meira

Notar þú gælunafn yfir bílinn þinn?

Gráni gamli, þruman og kagginn eru algeng gælunöfn á bílum og er þetta ótrúlega skemmtileg hefð sem ég hef fallið fyrir. Ég hef yfirleitt notað bílategundina til að nefna bílana mína eins og t.d Yarrinn (Yaris) og Rollan (Corolla). Þannig að ef þú ert ekki nú þegar búin/n að gefa bílnum þínum gælunafn þá er um að gera að gera það í dag því það er alþjóðlegi gefðu bílnum þínum nafn í dag. En hvað segja lesendur Feykis, þeir sem eru löng búnir að skíra bílana sína skemmtilegum nöfnun, hvað heita þeir?
Meira

Gerir ekkert nema fá borgað fyrir það

Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Meira

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að útbúa Halloween kökur

Sá þessar sniðugu hugmyndir þar sem notaðar eru bollakökur og svo er kremið smurt ofan á.
Meira

„Hey, sjáið þið köttinn í glugganum!?“

Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Meira

Feykir mælir með grilluðum kjúkling með sataysósu og Camembert í ofni

Loksins er að koma smá vorfílingur í mann og þá byrjar allsherjar grillvertíð á mínu heimili. Kjúklingur er eitthvað sem er auðvelt að fá krakkana til að borða og það er eins og þau ætli úr límingunum þegar maður bíður þeim upp á kjúklingaspjót. Ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift því þau eru líka góð daginn eftir og ekki skemmir fyrir að notast við þessa sataysósu því hún er guðdómlega góð. Ég hef svo náð að klúðra Camembert osti í ofni, já þið lásuð rétt, en ástæðan var að ég setti hann á eitthvað glerfat sem ég hélt að ætti að þola smá hita en viti menn það gerði það ekki. Fyrir vikið sat ég uppi með að taka ofninn minn í gegn og á þar að leiðandi ennþá eftir að prufa þessa uppskrift sem verður vonandi um helgina.
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira