Hestar

Bestu knapar landsins mæta með bestu hesta landsins - Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní - 4. júlí nk. Mótið í ár verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Feykir hafði samband við Sigurð Heiðar Birgisson, framkvæmdastjóra mótsins, og forvitnaðist örlítið um það.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna hestaíþróttum árið 2021 fer fram dagana 30. júní - 4. júlí á Hólum í Hjaltadal. Mótið í ár verður með öðru sniði en undanfarin ár, en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Svo um er að ræða mót einungis þeirra bestu.
Meira

Góður hestakostur á félagsmóti Skagfirðings

Félagsmót Skagfirðings og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á mótinu sáust flott tilþrif og ljóst er að Hestamannafélagið Skagfirðingur verður vel mannaður og hestaður á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 7. – 11. júlí næstkomandi.
Meira

Hestamennskan meðal íþrótta landsmanna

Fyrir áratugum síðan komst þulur á hestasýningu svo að orði, að hestamennskan væri elsta og þjóðlegasta íþróttin; ríðandi hefði Skarphéðinn komið að Markarfljóti þá er hann vann langstökksafrekið. Þetta vakti hrifningu og kátínu þeirra er á hlýddu en strax tóku stöku menn að ræða um íslenska glímu í sambandi við þjóðlegheit og aldur íþrótta. Kjarni málsins er hins vegar sá að hestamennskan sé íþrótt, það heyrðist fyrst fyrir löngu síðan en hefur stöðugt fest í sessi og er sá skilningur nú orðinn almennur.
Meira

Félagsmót og úrtaka fyrir fjórðungsmót undirbúin

Nú eru hestamannafélögin á Norðurlandi vestra farin að undirbúa sín félagsmót sem einnig eru auglýst sem úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands en það mót verður haldið 7.-11. júlí í sumar. Skagfirðingur ríður á vaðið og heldur sitt mót um næstu helgi.
Meira

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

Fjórðungsmót Vesturlands fer fram í Borgarnesi dagana 7. til 11. júlí í sumar. Í tilkynningu frá Framkvæmdanefnd mótsins er óskað eftir ræktunarbúum til að taka þátt í ræktunarbússýningu sem mun fara fram á mótinu.
Meira

Kynbótasýningar á Hólum í beinni

Mánudaginn 31. maí nk. hefst fyrri kynbótasýning á Hólum í Hjaltadal og lýkur föstudaginn fjórða júní. Streymt verður beint frá kynbótasýningunni á Alendis TV en stefnt er að því að Alendis TV sýni beint frá öllum kynbótasýningum á landinu í sumar.
Meira

Lið Íbishóls sigraði í liðakeppninni

Lokamót meistaradeildar KS fór fram föstudagskvöldið 7. Maí síðastliðið í reiðhöllinni á Sauðárkróki, en keppt var að þessu sinni tölti og flugskeiði. Í töltkeppninni var það Bjarni Jónasson sem stóð uppi sem sigurvegari, en í skeiðinu fór Jóhann Magnússon hraðast allra. Mette Manseth stóð uppi sem einstaklings sigurvegari heildarkeppninnar og lið Íbishóls sigraði liðakeppnina.
Meira

Knapar af Norðurlandi vestra sigursælir á Skeifudegi

Fyrir skömmu var Skeifudagurinn á Hvanneyri haldinn hátíðlegur en að þessu sinni var honum streymt á vefnum vegna samkomutakmarkanna. Skeifudagurinn á sér langa sögu en Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann fjórða maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Fjórir nemendur af Norðurlandi vestra sópuðu til sín verðlaunum.
Meira

Reiðkennsla eflist – réttindi verða til - Kristinn Hugason skrifar

Lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.
Meira