Hugsjón, sérviska og þrái : Reiðskóli Ingimars Pálssonar 40 ára
feykir.is
Skagafjörður, Hestar, Mannlíf
31.07.2023
kl. 09.59
Það eiga ófáir góðar minningar af reiðnámskeiði hjá Ingimari Pálssyni á Sauðárkróki enda allmörg ár síðan reiðskólinn hóf göngu sína eða heil fjörtíu. Ingimar lætur ekki deigan síga þó árin hellist yfir hann líkt og skólann en fyrr í sumar fagnaði hann 77 ára afmæli sínu. Feykir tók hús á hestamanninum síunga einn góðan veðurdag fyrr í sumar, rétt áður en farið var í reiðtúr með hóp áhugasamra hestakrakka á reiðnámskeiði.
Meira