Hestar

Evrópumeistaramótin verða að heimsmeistaramótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað um fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum sem fram fór á Selfossi 1978 en er þar var komið sögu hafði verið stofnuð íþróttadeild innan Fáks árið 1976 og Íþróttaráð LH sett á laggirnar ári síðar, 1977, en það stóð að mótinu ásamt hestamannafélaginu Sleipni. Íþróttadeild Fáks fékk inngöngu ÍBR árið 1984 og Íþróttaráð LH fékk stöðu sérsambands innan ÍSÍ árið 1987.
Meira

Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi

Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í Gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti í gær keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar gær annað mótið í röð.
Meira

Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn

Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.
Meira

Þúfur er síðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Nú er loksins komið að keppnisdegi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum en keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld. Til leiks er kynnt áttunda og síðasta liðið í ár en það stóð uppi sem sigurlið síðasta árs, Þúfur.
Meira

Uppsteypa, sjöunda liðið í Meistaradeild KS

Sjöunda og næstsíðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum þetta tímabilið er lið Uppsteypu. Liðsstjóri þess liðs er skagfirski Húnvetningurinn Elvar Logi Friðriksson, tamningamaður, uppalinn í Lýdó en býr nú á Hvammstanga.
Meira

Meistaradeild KS Íbishóll

Meistaradeild KS í hestaíþróttum er handan við hornið, ef svo mætti segja og sjötta liðið sem kynnt er til leiks er Íbishóll. Fátt er reynslunni fróðara en liðsstjóri þess liðs, segir í tilkynningu stjórnar, en þar er á ferðinni Magnús Bragi Magnússon hrossaræktandi á Íbishóli.
Meira

Fimmta liðið í Meistaradeild KS 2021 er Leiknir – Hestakerrur

Áfram er haldið við að kynna keppnislið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Fimmta liðið er Leiknir – Hestakerrur en þar er Konráð Valur Sveinsson liðsstjóri, reiðkennari við Háskólann á Hólum og margfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum.
Meira

Íþróttakeppnir sagan áfram – fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein vorum við stödd á landsmótinu 1978 að Skógarhólum í Þingvallasveit, því síðasta sem fram fór á þeim sögufrægu slóðum en á því móti var m.a. í fyrsta sinn að finna hestaíþróttir á dagskrá landsmóts. Á fleiri leiðarstef, varðandi þróun hestaíþróttanna á þeim um margt tíðindamikla áttunda áratug síðustu aldar, hefur verið minnst.
Meira

Equinics er fjórða liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Enn magnast spennan fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2021 en fjórða liðið sem kynnt er til leiks er lið Equinics. Liðstjóri þess er hin kynngimagnaða keppniskona Artemisia Bertus á Nautabúi í Hjaltadal. Hún hefur náð góðum árangri á keppnisvellinum í gegnum tíðina, er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og stundar tamningar og þjálfun á búi sínu.
Meira

Storm Rider er þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 er lið Storm Rider en þar ríður í fararbroddi Elvar Einarsson, hrossabóndi á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði og formaður hestamannafélagsins Skagfirðings. Elvar er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla.
Meira