Hestar

„Stolt af okkar hestum og knöpum,“ segir Unnur Rún

Landsmót hestamanna fór fram í síðustu viku í Víðidalnum í Reykjavík og lauk nú á sunnudaginn. Hestamannafélagið Skagfirðingur sendi að sjálfsögðu keppendur til móts og lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Rún Sigurpálsdóttir, annan þjálfara yngri flokka hjá Skagfirðingi, spurði út í hvernig gekk hjá knöpum félagsins og hvort undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum 2026 væri hafinn.
Meira

„Það mæta margar stjörnur til leiks og allir bestu knaparnir“ | Þórarinn Eymundsson í viðtali

 Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst nú mánudaginn 1. júlí og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið. Af þessu tilefni þótti Feyki rétt að narra einn þekktasta hestamann þjóðarinnar, Þórarinn Eymundsson, heimsmeistara, tamningamann og reiðkennara á Hólum, í örlítið spjall en segja má að hann sé uppalinn á Landsmótssvæðinu á Vindheimamelum í Skagafirði.
Meira

Landsmót hestamanna hófst í gær

Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst í gær og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið.
Meira

Kúrekaþema í árlegri kvennareið í Austur-Húnavatnssýslu

Hin árlega kvennareið Austur-Húnavatnssýslu verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Auðólfsstöðum klukkan 15:00. Frá Auðólfsstöðum á að ríða Æsustaðaskriðurnar eftir gamla veginum í Ártún og þaðan eyrarnar í hlöðuna í Húnaveri.
Meira

Mikið um að vera á Hólum um hvítasunnuna

WR Hólamót – Íþróttamót UMSS og Skagfirðings var haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 17.-19. maí. Þar sem keppt var í Fimmgangi, Fjórgangi, Tölti og Skeiði.
Meira

Mette Mannseth var sigurvegari Meistaradeildar KS 2024

Skemmtilegu tímabili Meistaradeildar KS 2024 er nú lokið en síðasta mót tímabilsins fór fram sl. föstudagskvöld þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS var það Mette Mannseth sem fór með sigur af hólmi en hún hélt forystu allt tímabilið og endaði með 172 stig. Þá var það lið Hrímnis - Hestkletts sem sigraði í liðakeppni Meistaradeildar KS 2024 með 443.5 stig.
Meira

Keppt í tölti og flugskeiði á lokamóti Meistaradeildar KS

Lokamót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum var haldið sl. föstudagskvöld í boði Fóðurblöndunnar. Á þessu síðasta keppniskvöld deildarinnar var keppt í tölti og skeiði en kvöldið hófst á forkeppni í Tölti T1. Það voru þeir félagar, villiköttur Hrímnis-Hestkletts, Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í tölti með einkunnina 8.83. Agnar Þór Magnússon og Stirnir frá Laugavöllum reyndust fremstir í flokk í flugskeiðinu.
Meira

Sigríður Fjóla skaraði fram úr

Útskriftarhelgi Reiðmannsins fór fram um liðna helgi á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á laugardag kepptu nemendur sem höfðu náð bestum árangri í sínum hópum til úrslita. Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og í ár var það Sigríður Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili, sem reyndist hlutskörpust.
Meira

Góður árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður í skeiðkeppninni

Keppni í 150m skeiði Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fór fram í dag á Sauðárkróki. Í frétt á Facebook-síðu deildarinnar segir að náðst hafi flottir tímar miðað við árstíma og veður og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Sigurvegarar reyndust Agnar Þór Magnússon og Kastor frá Garðshorni frá Þelamörk sem fóru brautina á tímanum 14,7 sek.
Meira

Þórarinn Eymunds marði fimmganginn í Meistaradeild KS

Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar KS fór fram 3. apríl þegar keppt var í fimmgangi. Mörg góð hross voru skráð til leiks og nokkrir reynsluboltar voru innan um nýja og efnilega. Mjög mjótt var á munum en að lokum var það hátt dæmdi stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti og knapi hans Þórarinn Eymundsson sem sigruðu með einkunnina 7,21.
Meira