Hestar

Skagfirska mótaröðin - úrslit sl. helgi

Annað mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið laugardaginn 2. mars í Svaðastaðahöllinni á Króknum og var keppt í fjórgangi V2 í 1. flokki, 2. flokki, ungmennaflokki og unglingaflokki. Þá var einnig keppt í fjórgangi V5 í 3. flokki og barnaflokki. Í V2 1. flokki vann Lea Christine Busch á Síríus frá Þúfum en þau hlutu 7,23 í einkunn. Í 2. flokk vann Þóranna Másdóttir á Dalmari frá Dalbæ með 6,63 í einkunn og í ungmennaflokkinn vann Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Báru frá Gásum með 6,60 í einkunn. Hjördís Halla Þórarinsdóttir vann svo unglingaflokk á Flipa frá Bergstöðum með 7,13 í einkunn. Í V5 í 3. flokki vann Hrefna Hafsteinsdóttir á Sóldísi frá Hóli og í barnaflokki vann París Anna Hilmisdóttir á Gný frá Sléttu með 6,29 í einkunn. 
Meira

Vetrarmótaröð Þyts var haldið sl. laugardag

Hestamannafélagið Þytur hélt sitt fyrsta mót í Vetrarmótaröðinni þann 9. febrúar og var þá keppt í gæðingatölti í öllum flokkum en sl. laugardag, 24. febrúar, var annað mótið haldið og keppt var í fjórgangi og T4. Á heimasíðu Hestamannafélagsins segir að þátttakan hafi verið með ágætum á báðum mótunum í flestum flokkum en pollaflokkurinn hefur aldrei verið jafn stór, svo framtíðin er björt í hestasportinu og gaman var að sjá hversu margir áhorfendur voru á svæðinu. 
Meira

Góð þátttaka í fyrsta móti Skagfirsku mótaraðarinnar

Fyrsta mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið sl. laugardag í Svaðastaðahöllinni á Króknum. Keppt var í B-flokki og boðið var upp á eftirfarandi flokka: 1.flokk (gæðingaflokkur 1), 2.flokk (gæðingaflokkur 2), 3.flokk, Ungmennaflokk, Unglingaflokki og Barnaflokk. Þátttakan var mjög góð og til gamans má geta að Pollaflokkurinn var á sínum stað þar sem yngstu knaparnir fengu að spreyta sig. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins. 
Meira

Þorsteinn kjörinn reiðkennari ársins

Þorsteinn Björnsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum, var fyrir jól kjörinn reiðkennari ársins. Það er menntanefnd Landsambands hestamanna sem auglýsti eftir tilnefningum til reiðkennara ársins og svo fór kosning fram í netkosningu. Valið að þessu sinni stóð milli Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Finnboga Bjarnasonar og Þorsteins.
Meira

Þúfur Ræktunarbú ársins ásamt Fákshólum

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það voru hrossaræktunarbúið Þúfur og Fákshólar.
Meira

Á Norðurlandi vestra eru 5 bú tilnefnd til ræktunarverðlauna í hrossarækt

Nú hefur verið tilkynnt hvaða hrossaræktarbú fagráð í hrossarækt tilnefnir til ræktunarverðlauna bændasamtaka Íslands í ár. Verðlaun verða veitt á fagráðstefnu hrossaræktarinnar laugardaginn 3. desember.
Meira

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Á Facebook- síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 22. október, þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið og farið yfir næsta vetur. Pollarnir þeirra fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur. 
Meira

Gleði og gott veður

Þegar veðrið er gott verður allt sem fyrir er frábært aðeins betra. Laufskálaréttarhelgin er liðin og svei mér þá ef hún var ekki bara ennþá skemmtilegri en í fyrra. Er ekki hægt að segja þetta á hverju ári. Þessi helgi toppar sig alltaf. Auðvitað talar maður ekki fyrir alla þegar tekið er svona til orða. En vel heppnuð helgi engu að síður. Sýningin í reiðhöllinni Svaðastöðum var vel sótt og notað hvert einasta sæti í höllinni sem í boði var.
Meira

Hugsanlega fyrsta slíka aðgerðin hér á landi

Á föstudaginn var lenti Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og eigandi Dýrin mín stór og smá á Syðri-Völlum í Húnaþingi vestra í útkalli á bæinn Bessastaði þar sem hryssan Gáfa hafði farið úr bóglið á hægri framfæti eftir að hafa lent í áflogum við aðra hesta.
Meira

Stóðréttarveislan heldur áfram

Að þessu sinni er veislan í Víðidalstungurétt Húnaþingi vestra, föstudaginn 6. október nk. verður stóðsmölun í vestrinu. Stóðinu verður hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú klukkan 14:30. Milli klukkan 14:00 og 17:00 verður boðið uppá súpu í skemmunni á Kolugili. Pantanir sendist á kolugil@gmail.com. Lagt verður af stað með stóðið frá Kolugili klukkan 16:30. Hafa skal í huga að ný rekstrarleið verður farin og er hún eftir malbikaða veginum fyrir neðan Dæli. Eru því gestir beðnir að fara varlega eftir stóðinu á leið sinni í nátthólfið, hvort sem fólk er á hestum, bílum, reiðhjólum eða gangandi.
Meira