Það var lagið

Bindin fram í febrúar, landsátak um hálsbindi er hafið á ný

Á morgun 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í ellefta sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði við hversdagsleg og hátíðleg tækifæri óháð aldri, kyni og starfi.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps náði loks að blása til mannfagnaðar

Loks náði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps að halda árshátíð sína eftir tvo Covid-takmarkandi vetur en síðasta hátíð þar á undan fór fram í janúar 2020. Samkvæmt venju var samkoman haldin í Húnaveri sl. laugardag og var vel sótt.
Meira

Árið hefst á nýju lagi með Gillon

Sumar hugmyndir taka lengri tíma í að gerjast en aðrar. Það má til sanns vegar færa þegar skoðuð er sagan um lagið Seppe Jensen, sem Gillon, aka Gísli Þór Ólafsson, sendi frá sér nú á afmælisdaginn sinn, þann 1. janúar. Það á nefnilega rætur að rekja til dönskuverkefnis sem Gísli og félagar unnu í Fjölbraut á Króknum fyrir 25 árum.
Meira

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Sjö tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Jólin í Gránu á laugardaginn

Gömlu góðu jólalögin verða flutt af vöskum söngvurum og hljóðfæraleikurum úr Skagafirði næstkomandi laugardagskvöld í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki. Að sögn Huldu Jónasar, tónleikahaldara, er um ljúfa tónleika að ræða þar sem þemað eru gömlu góðu jólalögin sem allir þekkja og hafa fylgt okkur í gegnum áranna rás.
Meira

Geiri með fjöldasöng í Miðgarði annað kvöld

„Ég hef verið með þetta í hausnum lengi, að fá fólk til að koma og syngja sjálft. Við reyndum þetta á laugardaginn var á Græna hattinum á Akureyri og troðfylltum hann,“ segir Geirmundur Valtýssonaðspurður út í söngkvöld sem hann verður með í Miðgarði á morgun.
Meira

Rokkkórinn með tónleika á Hvammstanga og söngleikur í vor - Ingibjörg Jónsdóttir tekin tali

Þann 19. nóvember nk. mun Rokkkórinn á Hvammstanga halda tónleika þar sem flutt verða níu lög við undirspil fimm manna hljómsveitar. Einhverjir kórmeðlimir munu einnig syngja einsöng en einn gestasöngvari kemur fram og syngur á móðurmáli sínu, portúgölsku. Rokkkór er eitthvað sem ekki hefur áður verið starfandi í Húnaþingi og því lá vel við að spyrja kórstjórann hvernig í málinu liggur.
Meira

Gríðarmikill fróðleikur um skagfirska persónusögu :: Skagfirskar æviskrár komnar út

Níunda bókin í röð skagfirskra æviskráa, frá tímabilinu 1910-1950, er komin út en það er Sögufélag Skagfirðinga sem stendur að útgáfunni. Bókin er jafnframt sú tuttugasta sem félagið gefur út af Skagfirskum æviskrám en fjórar fyrstu bækurnar, frá tímabilinu 1890-1910, komu út á árunum1964-72 en á árunum 1981-99 komu út sjö bindi í flokknum 1850-1890. Árið 1994 hófst svo útgáfa á æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 en hún hefur legið niðri frá árinu 2013.
Meira

Háklassa vitleysa með útþvældum frösum og bröndurum :: Viðtal við höfunda Villimanna og villtra meyja

Um helgina fer fram gleðigjörningur mikill í Höfðaborg á Hofsósi þegar hugverk þeirra Jóhönnu Sveinbjargar Traustadóttur og Margrétar Berglindar Einarsdóttur, Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar, verður frumsýnt. Feykir forvitnaðist um þær stöllur og leikverkið sem klárlega á eftir að kitla hláturtaugar sýningargesta.
Meira

Söngstund í fjárhúsum :: Sönghópurinn Veirurnar heimsækir Norðlendinga

Í haustlitunum bjóða bændur í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, í Þingeyjarsveit, og Sönghópurinn Veirurnar upp á „Söngstund í fjárhúsum“ föstudaginn 21. og laugardaginn 22. október. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir.
Meira