Það var lagið

Dásamleg upplifun sælkera á Bjórhátíðinni á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Á svið við upphaf Sæluviku

Næstkomandi sunnudag hefst Sæluvika Skagfirðinga með allri sinni dýrð og samkvæmt hefð frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks sitt leikrit um kvöldið. Að þessu sinni varð gamanleikurinn Á svið fyrir valinu eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Feykir sendi Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, formanns félagsins, nokkrar spurningar og forvitnaðist um verkið.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps með tónleika í Miðgarði

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps blæs til vortónleika í Menningarhúsinu Miðgarði nk. mánudagskvöld kl. 20:30. „Ég hef verið að safna lögum og ljóðum eftir heimamenn og hef útsett það og höfum verið æfa hluta af því,“ segir Skarphéðinn Einarsson, stjórnandi kórsins.
Meira

Það sem lífið getur verið skemmtilegt :: Leikfélag Hofsóss sýnir Saumastofuna

Miðaldra kona hlýtur að spyrja sig hvaða erindi leikrit sem er nánast jafngamalt henni sjálfri eigi við nútímafólk. Því var svarað á einni kvöldstund í Höfðaborg á Hofsósi þegar undirrituð skellti sér á sýninguna Saumastofuna. Hafði að vísu gægst aðeins á bakvið tjöldin á meðan á æfingarferlinu stóð, en þeim mun skemmtilegra að sjá hinn endanlega afrakstur sex vikna stífra æfinga. Skemmst er frá að segja að uppsetningin er vel heppnuð og á þessum rúmum tveimur tímum sem sýningin tekur (að hléinu meðtöldu) er allur tilfinningaskalinn undir.
Meira

Haraldur Ægir með Karolinafund - söfnun vegna útgáfu á vínylplötunni Tango For One

Fyrr í þessum mánuði hratt húnvetnski tónlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson af stað Karolinafund/söfnun upp í framleiðslu á vinyl plötu með nýrri eigin tónlist. Á Facebook-síðu sinni greinir Haraldur frá því að Andrés Þór gítarleikari og Matthías Hemstock hafi unnið tónlistina með honum en upptökum og hljóðblöndun stjórnaði Ómar Guðjónsson.
Meira

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út sitt fyrsta lag

Tónlistarkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út í dag sitt fyrsta lag, gamla dægurlagið I Get Along Without You Very Well sem hún hefur sett í glænýjan búning. Sigurdís byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul við Tónlistarskóla Austur-Húnvatnssýslu og útskrifaðist af listnámsbraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og lauk samhliða framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Meira

Júróvisjónþema Sóldísar á konudaginn

Næstkomandi sunnudag verða haldnir hinir árlegu konudagstónleikar kvennakórsins Sóldísar sem að þessu sinni bera yfirskriftina Eitt lag enn. Það minnir óneitanlega á Júróvisjón enda Eitt lag enn, Harðar Ólafssonar, fyrsta íslenska framlag Íslands sem blandaði sér í toppbaráttuna í aðalkeppninni. Jú, það verður einmitt Júró þema, með glimmer og gleði.
Meira

Bindin fram í febrúar, landsátak um hálsbindi er hafið á ný

Á morgun 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í ellefta sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði við hversdagsleg og hátíðleg tækifæri óháð aldri, kyni og starfi.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps náði loks að blása til mannfagnaðar

Loks náði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps að halda árshátíð sína eftir tvo Covid-takmarkandi vetur en síðasta hátíð þar á undan fór fram í janúar 2020. Samkvæmt venju var samkoman haldin í Húnaveri sl. laugardag og var vel sótt.
Meira

Árið hefst á nýju lagi með Gillon

Sumar hugmyndir taka lengri tíma í að gerjast en aðrar. Það má til sanns vegar færa þegar skoðuð er sagan um lagið Seppe Jensen, sem Gillon, aka Gísli Þór Ólafsson, sendi frá sér nú á afmælisdaginn sinn, þann 1. janúar. Það á nefnilega rætur að rekja til dönskuverkefnis sem Gísli og félagar unnu í Fjölbraut á Króknum fyrir 25 árum.
Meira